Tillaga um 1,5% afturvirka skattahækkun liggur til afgreiðslu hjá Alþingi

Efnahags- og viðskiptanefnd er búin að skila áliti vegna frumvarps um hækkun vaxtabóta.  Tillögur þeirra fela í sér að hækka hámarks vaxtabætur meira en frumvarpið felur í sér, en sá böggull fylgir skammrifi að vaxtabætur munu lækka hjá flestum þeim sem fá vaxtabætur af því skerðing þeirra verður aukin um 1,5%.  Útreikninga má sjá í síðustu færslu mína hér á blogginu. 

Það verður að teljast í hæsta máta ósiðlegt, og jafnvel ólöglegt að leggja á íþyngjandi skattabirgði.  Það verður að koma í veg fyrir að hróflað verði við hlutfalli tekjuskerðingar á vaxtabótum.  Ef það verður gert mun fjöldi manns sem samkvæmt bráðabirgðaútreikningi á sköttum fengi all verulegar fjárhæðir í vaxtabætur ekki fá neinar.   Ef þú ert ekki með fullar vaxtabætur getur þú einfaldlega reiknað með að vaxtabæturnar lækki um 1,5% af af tekjum síðasta árs.  Þannig munu vaxtabætur lækka um 15.000 kr. fyrir hverja milljón í árslaun.   Maður með meðallaun 350.000 kr á mánuði fengi því skerðingu á vaxtabótum upp á 63.000 kr.  Þetta er ekki hálaunamaður sem ætti að skerða vaxtabætur hjá.  Greinargerð nefndarinnar rökstyður þessa auknu skerðingu með því að það séu eingöngu hálaunamenn sem verði fyrir skerðingu.

Vonandi kemst þessi breytingartillaga nefndarinnar um hækkun skerðingar vegna tekna ekki í gegnum þingið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Maður með 350.000.- kall pr mán er vissul. hálaunamaður.

Fjöldi fólks er með 140-150.000.- kr pr mán. Því hlýtur sá sem er með meira en tvöföld laun þessa fólks að teljast heð há laun.

Kv. Valdemar

Valdemar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 17:05

2 Smámynd: Björn Bjarnason

Lágmarkslaun eru 140 - 150.000 og því miður er fjöldi fólks með þau laun.  Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar voru meðallaun fullvinnandi fólks á árinu 2007, 330 þús. kr. ,  fjórðungur þeirra var með laun undir 200 þús kr.

Þegar tölurnar voru sundurliðaðar kom í ljós að fjórðungur verkafólks og fólks í þjónustustörfum var með lægri laun en 150.000 kr.  Þá eru ótaldir þeir sem ekki eru á vinnumarkaði t.d. vegna örorku.  Þeir hafa sennilega flestir tekjur langt undir meðaltali.

Kjarni málsins er samt að ef við tökum mann á 150.000 kr launum getur hann búist við allt að 27.000 kr skerðingu á vaxtabótum ef tillagan nær fram að ganga.  Hann munar sennilega meira um það en þann sem hefur hærri tekjur.

Björn Bjarnason, 28.3.2009 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband