Flugeldar og málning

Skrifaði í gær um að það væri að sjóða upp úr. 

Fólk verður að halda ró sinni, 

þolinmæðin er að þrjóta. 

Búið að bíða í 6 vikur eftir aðgerðum sem láta á sér standa.

Ríkisstjórnin verður að gefa smjörklípu til að róa almenning - helst meira. 

Það eru komnar 6 vikur síðan bankarnir féllu.  Á þeim tíma var lagt til að ríkisstjórnin færi frá og skipuð yrði ríkisstjórn með aðkomu allra flokka á þingi.  Slík stjórn hefði örugglega getað náð að gera meira, þar sem það hefði verið auðveldara að ná meirihlutafylgi við aðgerðir - sem ekki er farið að bóla á ennþá.  Það er ekki of seint að skipa nýja stjórn allra flokka - án þess að kosið verði strax.  Þingmenn og ríkisstjórn hafa misst umboð þjóðarinnar og því verður að kjósa innan árs.


mbl.is Máluðu Valhöll rauða í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband