Útrás er ekki af hinu illa

Það skiptir mestu máli í hverju útrásin er fólgin.  Við höfum stöndug fyrirtæki í dag á Íslandi, sem hafa verið í útrás, þar má m.a. nefna Marel hf, Össur hf, Actavis hf, CCP hf og mörg fleiri.  Öll hafa þessi fyrirtæki það sameiginlegt að þau eru að selja vörur, en ekki hugmynd af verðmætum.  Þau eru með víðtæka starfsemi í öðrum löndum en hafa höfuðstöðvarnar á Íslandi.

Framangreind fyrirtæki byggja á Íslensku hugviti.  Grunnurinn að flestum þeim liggur í uppfinningum og/eða vöruþróun, sem tekist hefur að markaðssetja í öðrum löndum.

Útflutningsráð hefur nú á haustdögum einmitt lagst á sveif með fyrirtækjum sem byggja á vöruþróun og hefur boðist til að styrkja hana með því að leggja fram fjármagn til að greiða fyrir hluta launa þeirra sem starfa að því að þróa nýjar vörur sem gætu leitt af sér öflug fyrirtæki eins og þeim sem að framan eru talin.  Þetta er frábært framtak sem vert er að taka eftir.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband