Var ekki nóg að borga lægri laun, þarf líka að skerða réttindin?

Það vantar alveg inn í umræðuna að þegar lífeyrissjóður VR, Gildi og fleiri hækkuðu réttindi sinna manna 2006 og 2007, um rúmlega 17% vegna góðrar afkomu sjóðanna, hækkuðu réttindi ekki hjá LSR lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna.  Það er verið að bakfæra þessa hækkun á réttindum.


Það vantar líka að það B-deild LSR, þ.e. sú sem er að veita þessi miklu réttindi hefur ekki tekið við nýjum félögum síðan 1997.  Í dag greiða u.þ.b. 3.000 ríkisstarfsmenn í þá deild, eða um 10% þeirra sem greiða í LSR.  Kostnaðurinn sem er að falla á ríkið er vegna starfsmanna sem þar unnu fyrir 1997, margir þeirra eru í dag starfandi hjá einkageiranum, þeir töpuðu ekki réttindinum við að færa sig þangað.  Þetta eru skuldbindingarnar sem við erum að borga fyrir með sköttunum okkar, ekki lífeyrisréttindin hjá þeim sem vinna hjá ríkinu í dag.


Þessu til viðbótar hefur það þótt sjálfsagt mál, að ríkisstarfsmenn væru á 20-30% lægri launum, en fólk sem vinnur hjá einkageiranum.   Þeir hafa því fengið að borga fyrir starföryggið og lífeyrisréttindin.  ASÍ og VR taldi það sjálfsagt þar sem réttindin væru svo mikið betri.  Laun þeirra hækkuðu meira en hjá einkageiranum á síðasta ári, en það stafa aðallega af því að dagvinnulaun þeirra eru að jafnaði lægri en 180 þús kr. á mánuði.  Þeir sem eru á hærri launum en 250 þús kr á mánuði hafa flestir þurft að sæta 5-15% launalækkun.

Ríkisstarfsmenn sem greiða í A-deild LSR í dag ávinna sér lífeyrisrétt sem nemur 1,9% af meðallaunum ársins á ári.  Til samanburðar ávinnur 16 ára unglingur hjá VR sér 4% réttindi, sem fara svo minnkandi eftir því sem aldurinn eykst, þannig er ávinningurinn 1,9% þegar hann er 36 ára og fer lægst niður í 0,9% við 66 ára aldur.   Þannig vinna þeir sem eru yngri en 36 ára sér meiri lífeyrisréttinda hjá einkageiranum en hjá LSR.

Lífeyrisgreiðslur eru verðtryggðar bæði hjá LSR, en þær eru það líka hjá Lsj. Verslunarmanna, Gildi og fleiri sjóðum í einkageiranum.   Ef tekið er tillit til 20-30% launamunar og mismunar á öflun réttinda, þykir mér líklegt að sá sem starfar hjá einkaaðilum fái hærri greiðslur úr sínum sjóði en þeir sem starfa hjá hinu opinbera.    Hvað er það þá sem á að jafna? 


mbl.is Ólíðandi að ASÍ ráðist á samningsbundin kjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert líklega skarpasti Björn Bjarnason sem hér á landi býr.

Eggert (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband