Hækkun vaxtabóta þýðir lækkun fyrir marga

Ég hef stundum velt því fyrir mér, hvernig á því standi að þegar stjórnmálaflokkar leggja sig fram við að uppfylla óskir fólksins, þá verður útkoman oft þannig að betur hefði verið heima setið en af stað farið. Þannig líst mér á frumvarp um hækkun vaxtabóta sem er til afgreiðslu á Alþingi þessa dagana.  Í þessari frétt á Vísi.is http://visir.is/article/20090326/VIDSKIPTI06/57720852/-1 er skýrt frá í hverju þessar breytingar eru fólgnar.  Ég reiknaði hvað það þýddi fyrir hjón með mismunandi tekjur og mismunandi vaxtagjöld að hækka tekjutengingu úr 6% í 7,5% og eru niðurstöðurnar í eftirfarandi töflum.

töflur

Efsta taflan sýnir vaxtabætur miðað við núverandi kerfi, miðtaflan miðað við fyrirliggjandi frumvarp og neðsta taflan sýnir breytingu sem verður á vaxtabótum.   Mánaðatekjur eru samanlögð laun hjóna og árslaun er sú tala sem myndar stofn til vaxtabóta.

Niðurstaða þessara útreikninga er að vaxtabætur margra sem fengju fullar vaxtabætur miðað við núverandi kerfi lækka verulega, allir sem ná ekki fullum vaxtabótum í núverandi kerfi fá lægri bætur eða jafnvel engar.  Hins vegar munu vaxtabætur hækka hjá þeim sem borga mjög mikla vexti.  Ég er ekki viss um að það hafi verið tilgangurinn með breytingunni. 

Að lækka vaxtabætur hjá láglaunafólki er alls ekki á óskalista hjá nokkrum manni - því á ég bágt að trúa.  En samkvæmt þessari tillögu sem kemur frá nefndinni myndu vaxtabætur hjá hjónum sem eru með 250.000 kr í laun á mánuði hvort um sig, og greiddu 450.000 í vexti á síðasta ári lækka um 90.000 kr.

Sú breytingartillaga sem kemur frá efnahags- og skattanefnd minnir mjög mikið á það þegar marbendillin veitti bóndanum þrjár óskir, hann uppfyllti þær á þann hátt að hann hefði verið betur kominn án þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er rétt að oft virðist sem aðgerðir ríkisstjórna uppfylli ekki væntingar.  Ætli það sé af því að ráðgjafarnir eru vanhæfir ? 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2009 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband