Eignin hækkaði um 11 milljarða 2008

Satt best að segja varð ég alveg ruglaður við að lesa þessa frétt.  Hún sagi mér ekkert um hver staða sjóðanna væri,  en þegar ég skoðaði aðrar upplýsingar sá ég að  í árslok 2007 var heildareign lífeyrissjóðanna 1.647 milljarðar kr. og í árslok 2008 var hún orðin 1.658 milljarðar kr.  Því má segja að lífeyrissjóðirnir vaxið um 11 milljarða milli ára.

Þetta þýðir að þeir hafa tapað öllum innborguðum iðgjöldum ársins 2008 og rúmlega það. Ef þessi eign hefði legið inni á venjulegri bankabók hefðu vextirnir af henni orðið talsvert hærri en þetta.  Þá er ég að tala um óverðtryggða reikninga.  Lífeyrissjóðirnir eru helstu talsmenn þess að afnema ekki verðtryggingu á lánum, samt geta stjórnendur þeirra leyft sér að fara þannig með þá peninga sem þeim var trúðað fyrir að þeir tapa þeim með þessum hætti.  Þeir taka sér svo ofurlaun fyrir þennan gjörning.


mbl.is Hafa rýrnað um 181 milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jamm, þetta er nú allt sem við græðum á blessaðri verðtryggingunni.... eða töpum réttara sagt.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.2.2009 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband