Danir liggja

Þetta er meira en sú fjárhæð sem við erum að fá lánað vegna bankahrunsins hér.  Í nóvember tók ég saman nokkrar stærðir til viðmiðunar  við ýmsar aðrar þjóðhagsstærðir.  Þar kom fram að lántökur yrðu væntanlega 1.400 milljarðar kr.  Þetta lán er ekki veitt á neinum óskakjörum, Vísir greinir frá því að það verði 10% vextir á þessum lánum.  Mér er bara spurn, eru þetta þessi góðu vaxtakjör sem við má búast þegar gengið verður i ESB?  Þetta þýðir að útlán dönsku bankanna verða vart lægri en 14% vextir.

Ef ég man rétt - er þetta svipuð fjárhæð og RUV var að telja upp sem heildarskuldir íslenska ríkisins þegar búið verður að taka öll þau lán sem taka þarf og áður en eignir bankanna verða innleystar.

Ég óska dönum alls hins besta við lausn sinna vandamála og vona að þeir þurfi ekki að taka lán til að standa straum að þessum kostnaði.


mbl.is Danskir bankar fá aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband