Hengjum bakarann og smiðinn líka - þá erum við örugg - eða hvað?

Það geisar margir sjálfskipaðir dómarar um bloggheima og fella dóma yfir þeim mönnum sem fremst hafa staðið í útrás undanfarinna ára.  Þeir eru búnir að ákveða að kreppan sem er að skella á okkur núna, sé nokkrum einstaklingum að kenna.

Aðrir vilja ekki vaða yfir með sömu látum og vilja fá einhversskonar rannsóknarrétt sem skila á niðurstöðu, sem hefur verið köllu hvítbók og aðrir vilja kalla hvítþvottabók.  Ég hef ekki hugmynd um hvort sú rannsókn verður með svipuðum hætti og hjá McCarthy þegar hann var að leita að kommúnistum, eða bara eitthað yfirvarp til að segjast hafa leitað en ekkert fundið.

Þegar röð atburða leiðir til þess að eitthvað ástand skapast, þá er alltaf spurningin hver er sekur.  Er það sá sem bjó til kortið sem siglt var eftir, af því skerið sem skipið strandaði á var ekki á því, var það skipstjórinn eða farþegarnir sem vildu komast fyrr á áfangastað, eða útgerðarstjórinn sem vildu að þessi leið yrði farin en ekki örugga leiðin sem var þekkt til að hægt væri að þóknast farþegunum?

Í mínum huga er það skipstjóri sem ber ábyrgð á skipinu.

En til að vera örugg, er ekki best að láta kortagerðarmanninn, vélstjórann og útgerðarstjórann taka á sig sökina líka?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband