Það er ekkert skrýtið

Á vefnum island.is er eftirfarnadi skýring á afskrift skulda:

Verða einhverjar skuldir afskrifaðar?

Skuldaaðlögun getur falið í sér eftirgjöf krafna, hlutfallslega lækkun þeirra eða gjaldfrest á þeim kröfum sem eru umfram greiðslugetu. Standi lántakinn við gerðan samning um skuldaaðlögun verða kröfur sem eru umfram greiðslugetu lántaka, þó aldrei minna en 110% af verðmæti eigna, felldar niður við lok samningstímans. Hafi hluti veðkrafna verið settur á biðlán hefjast greiðslur þeirra að loknu skuldaaðlögunartímabili, eftir því sem greiðslugeta lántaka hrekkur til.

Skilur einhver þessa skýringu?  Skuldir sem eru umfram greiðslugetu verða felldar niður.  Það er viðskiptabankinn þinn sem ákveður greiðslugetuna, skuldari verður sjálfur að semja við alla lánadrottna.  Hann stendur einn, hefur engin viðmið um hver er eðlilegt að greiðslugeta hans skuli vera.  Þegar embætti umboðsmanns skuldara verður komið á laggirnar má búast við að málum sem þessum fjölgi verulega, þá fyrst er skuldarinn fyrst kominn með einhvern bakhjarl eða ráðgjafa sem getur veitt óvilhalla ráðgjöf.


mbl.is Afar fá skuldamál leyst með skuldaaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband