Betur má ef duga skal

Jjohanna skammaði samstarfsmenn í ríkisstjorn: " Forsenda þess að nokkur ríkisstjórn geti komist í gegnum þau erfiðu verkefni og þá pólitísku brimskafla sem Íslendingar þurfa að fara í gegnum er skýr framtíðarsýn, og óbilandi stuðningur stjórnarflokkanna til að fylgja henni eftir - hvað sem á dynur. Þannig stuðning verður ríkisstjórnin að hafa, bæði í þingliði stjórnarflokkanna og að sjálfsögðu hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Það verður að gera þá kröfu til stjórnarliða og ekki síst ráðherra í ríkisstjórn að þeir virði trúnað við samstarfssamning stjórnarflokkanna - annað er ávísun á ófrið og sundrungu. Þar liggur vegur hrunflokkanna til valda á nýjan leik. Það má ekki gerast !"

Samkvæmt þessu virðist stjórnarsamstarfið standa á brauðfótum.

Jóhann sagði líka í ræðu sinni:" Þann 10. mars 2004 - nærri fjórum árum fyrir hrun bankanna - ræddi ég ógnvekjandi vöxt á skuldastöðu þjóðarbúsins og skuldum heimilanna. Ég hélt því fram að það væri full ástæða til þess að hafa áhyggjur af því hvað svona gríðarlegt erlent fjármagn hefði á efnahagslífið, gengi krónunnar, stöðugleika, verðbólgu og viðskiptahalla. Og ég spurði: Hvaða áhrif hefur það þegar erlent lánsfé er farið að halda uppi neyslu og fjárfestingum landsmanna? Hvaða áhrif hefur það þegar einstaklingar og fyrirtæki taka mikla gengisáhættu í lánveitingum og vaxtaákvarðanir erlendra Seðlabanka hafa meiri áhrif á skuldastöðu þjóðarbúsins en vaxtasákvarðanir Seðlabanka Íslands?
Ég benti á að erlend fjármögnun hefði verið nýtt til skuldsettrar yfirtöku hlutafélaga, sem haldið hefði uppi gengi hlutabréfa og það síðan orðið hvati til aukinnar erlendrar lántöku. Og ég spurði enn: Hvaða afleiðingar hefur það þegar hægir á erlendum lántökum? Svar mitt var þetta: „Væntanlega munu hlutabréfin verðfalla og gengið lækka, sem og að fasteignir lækka í verði. Aukin veðhæfni eigna á undanförnum misserum m.a. vegna mikils innflæðis á erlendum endurlánum, gæti síðan við lækkun á fasteignaverði leitt til yfirveðsetningar á fjölda fasteigna."

Það er grátlegt að allt þetta sem var fyrirséð þegar 2004 skuli hafa komið fram og sé nú sá veruleiki sem tugþúsundir Íslendinga glíma við. En ég minni á þetta hér vegna þess að bæði stjórnmálaflokkar og ýmis hagsmunasamtök virðast hafa komið sé upp allsherjar söguleysi í umræðum um þessi mál. Það er eins og að tvíburakreppan, gjaldeyris- og fjármálakreppan, hafi dottið af himnum ofan í október 2008, hafi hún þá ekki byrjað við tilkomu núverandi ríkisstjórnar. Nei því miður, okkar vandi var og er uppsafnaður vandi frá óstjórnarárum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks - niðurstaðan af hrunadansi helmingaskiptaflokkanna og skipbroti einkavinavæðingar bankanna og nýfrjálshyggju í efnahagsmálum. "

 Þessi upprifjun forsætisráðherra segir mikið um að það ástand sem við búum við í dag var ekki ófyrirsjáanlegt.  Reyndar hef ég líka lesið ummæli sem Steingrímur J viðhafði á sama tíma, þar sem hann varaði líka við þeirri þenslu sem var byrjuð að kræla á sér.  Ég man að þau voru bæði andvíg því - vegna þensluástands- að íbúðalán frá Íbúðalánasjóði yrðu hækkuð úr 65% í 90%.  En þetta eru sögulegar staðreyndir.  Það sem skiptir máli er hvernig brugðist er við stöðunni í dag.  Fyrsta verkefnið hlýtur að vera að gera sér grein fyrir hvort efnahagur landsins hafi verið að hrynja niður úr því ástandi sem forætisráðherrann spáði 2004 niður í jafnvægisástand, eða hvort hrunið hafi verið meira svo það sé innistæða fyrir miklum hagvexti á næstu árum.

Það verður að leysa skuldavanda atvinnulífsins og heimilanna án þess að búa til nýtt þensluskeið.  Stórframkvæmdir auka tvímælalaust hagvöxt a.m.k. á meðan á þeim stendur, en hafa þann galla að þeim fylgir hætta á þenslu, þar sem bakslag kemur þegar þeim er lokið. 

Heimilin ráða ekki við það lengi að vera með óhóflega greiðslubyrgði og sífellt minnkandi eignir - eða skuldir verði meiri en eignir í mörg ár slíkt veldur gjaldþroti heimilanna og minnkandi greiðsluvilja hjá skuldurum. Ríkisstjórnin gefur komið á móts við skuldara með því að minnka greiðslubyrðina, á kostnað eignamyndunarinnar. Aðgerðin hefur hins vegar þann galla að skuldirnar aukast og þeir sem eru með nýleg jafngreiðslulán eru ekki einu sinni að borga vextina af lánunum höfuðstólnum að viðbættum verðbótum, þó greiðsluseðlarnir segi annað. 

Önnur aðgerð ríkisstjórnarinnar fólst í hækkun vaxtabóta - hún kemur sér vel fyrir þá sem eru að borga minna 901 þús kr í vexti á ári.  Það eru 6% vextir af 15 millj.kr. láni.  Þeir vaxtagjöld umfram það mynda ekki stofn til vaxtabóta.  Þessi hækkun vaxtabóta hefur þess vegna leitt til jafn mikillar hækkunar á bótunum í krónum talið hvort sem hjón skulduðu 15 eða 25 milljónir kr.  Hjón sem eru hvort um sig með hærri mánaðarlaun en 415 þúsund - samtals 830 þús á mánuði fengu enga hækkun á bótunum - það má um það deila hvort svo tekjuhátt fólk þurfi ekki á því að halda.  En það er hins vegar ljóst að sú aðgerð að hækka vaxtabæturnar leiddi ekki til mests ávinnings til þeirra sem mest skulda - en þeir sem eru með hóflegar skuldir fengu talsverðan ábata með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð. Þess vegna fá þau hjón sem skulda meira en 15 milljónir eða einstaklingar sem skulda meira en 9 milljónir kr. að bera að fullu þær verðhækkanir sem leiddu af aðgerðum ríkisstjórnarinnar í formi sem leiddu til hækkunar á lánum þeirra.  Vaxtagjöldin eru umfram hámark og hærri vaxtagjöld leiða því ekki til hærri vaxtabóta.

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa ekki verið til hjálpar mikið skuldsettum heimilum, en hafa komið sér vel fyrir þau heimili sem eru hóflega skuldsett.  Greiðsluaðlögunin leiðir til verri minnkandi eigna og vaxtabæturnar koma ekki til móts við hærri útgjöld vegna hækkunar óbeinna skatta.  Er ekki kominn tími til að hjálpa þeim sem á því þurfa að halda?

Aðgerðirnar hafa hjálpað mörgum - ekki endilega þeim sem þurftu. 


mbl.is Ósamstaða VG veikir stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband