Forsætisráðherra vanvirðir lýðræði og kosningarétt

Kosningaréttur er ekki bara réttur okkar til að hafa áhrif á niðurstöður mála.  Þegar málum er varpað til þjóðarinnar með þjóðaratkvæðagreiðslu ber okkur skilda til að taka afstöðu.  Það á jafnt um alþingismenn, prófessora og ráðherra.   

Yfirlýsingar forsætisráðherra og fleiri um að þeir ætli ekki að kjósa finnst mér jafngilda því að þeir vilji skjóta sér undan þeirri ábyrgð að vera þegnar í þessu landi og hafa kosningarétt.   Það hefur líka hvarflað að mér - að þessir aðilar séu á móti þessum rétti þegnanna.  En öllum réttindum fylgja skyldur.

Að ráðherrar skuli ætla að leyfa sér að mæta ekki á kjörstað - finnst mér vanvirðing við þjóðina og jafnvel spurning hvort þetta sé ekki vanræksla í starfi.

Einu skilaboðin sem þau send með þessu eru að þau séu á móti þjóðaratkvæðagreiðslum og þar með beinu lýðræði.  Það hefði verið miklu hreinlegra hjá þeim að draga lögin til baka - eins og gert var með fjölmiðlalögin hér um árið.

Við værum ekki enn í viðræðum við Hollendinga og Breta, ef lögin hefðu verið samþykkt og kallað til þjóðaratkvæðagreiðslu.

 


mbl.is Skrítin þjóðaratkvæðagreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er öllum frjálst að mæta á kjörstað. Ég skil svo sem mæta vel að þau skötuhjú ætli ekki að kjósa því þau geta í raun ekki annað en skilað auðu. Mér hefur ætíð þótt það bruðl á atkvæði að skila auðu og því betra að sitja heima.

Guðmundur (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 14:32

2 Smámynd: Landfari

Ég held bara að ég taki undir hvert orð hjá þér Björn.

Mér er eiginlega gróflega misboðið að forsætisráðherra og fleiri ráðherrar skuli sýna þjóðinni þá lítilsvirðingu að kjósa ekki. 

Öllum réttindim fylgja skyldur og sé ekki að þetta forystufólk sé starfi sínu vaxið ef það getur ekki sinnt lýðræðislegum skyldum sínum og geri því kröfu um að það víki.

Landfari, 6.3.2010 kl. 14:45

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Í Ástralíu er kosningaskylda.

En, á kjörseðlunum stendur líka alltaf: none of the above.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.3.2010 kl. 14:53

4 identicon

Sammála. Að sitja heima í þjóðaratkvæði er lítilsvirðing við málskotsréttinn sem nú er nýttur í fyrsta sinn. Að skila auðu eru mótmæli í sjálfu sér, en að sitja heima er að segja það að maður sé á móti lýðræðinu og vopn þeirra sem vilja málskotsréttinn burt. Allir á kjörstað!

Þorbergur (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 14:55

5 identicon

"Að ráðherrar skuli ætla að leyfa sér að mæta ekki á kjörstað - finnst mér vanvirðing við þjóðina og jafnvel spurning hvort þetta sé ekki vanræksla í starfi"

Sammála.  Það er engu líkara en Jóhanna og Steingrímur hafi látið múta sér.  Ætli þau séu á prósentum hjá Bretum og Hollendingum?

Jón Axel (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 15:13

6 Smámynd: The Critic

Steingrímur og Jóhanna eiga að segja af sér. Þau eru vanhæf og berjast gegn hagsmunum þjóðarinnar.

The Critic, 6.3.2010 kl. 15:53

7 identicon

Alveg sammála að það er út í hött að Steingrímur og Jóhanna ætli ekki að mæta, vannvirðing!

EN á móti kemur finnst mér líka út í hött að stjórnarandstaðan skuli hafa hent þessar tilgangslausu þjóðaratkvæðagreiðslu í gegn, við erum að kjósa um úreltan samning! Þannig finnst mér stjórnarandstaðan hafa sýnt lítilsvirðingu við þennan lýðræðislega rétt sem við höfum,  veit ekki alveg hver er að skíta meira upp á bak í augnablikinu!

Tryggvi (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 16:25

8 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Gengur lýðræðið ekki einmitt út á það að allir eiga rétt á að haga sér eftir sínu sannfæringu? Því þá að úthúða menn fyrir að vilja ekki taka þátt í þessum skrípaleik? Þessi kosning er fáránleg, stormur í vatnsglasi, finnst mér og ætla ég ekki að kjósa. Samt kalla ég ekki þá sem kjósa "nei" einhverjum illum nöfnum.

Úrsúla Jünemann, 6.3.2010 kl. 16:45

9 identicon

Þeir sem sitja heima eru einnig að senda forseta og þingi skýr skilaboð. Það er greinilegt að stórhluti þjóðarinnar er búinn að fá nóg og tekur ekki þátt í þessum skrípaleik. Ég tek afstöðu og ætla ekki að mæta eins og tugþúsundir annarra.

Sigrún (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 17:17

10 Smámynd: Landfari

Þetta er hættuleg afstaða sem Úrsula hefur að kalla lýðræðislegar kosningar skrípaleik.

Að kalla það skrípaleik að stöðva gildistöku laga sem leggja byrðar á Íslendinga sem þeim ber ekki skylda til að bera, einmitt núna þegar við erum að kikna undan því sem á okkur hefur dunið,  er vægast sagt undarlegt.

Það er eins og Ursula hafi ekki hugmynd um að lögin frá því í desember eru í gildi og verða það áfram nema þau verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Það er skylda okkar sem þjóðar að standa saman í þessu máli. Bæði Bretar og Hollendingar hafa ljáð máls á að gera hagstæðari samninga og því værið það landráði næst að hafna ekki þessum samningum svo hægt sé að gera nýja.

Þess vegna ber Jóhönnu og Steingríma að segja af sér vegna þessarar afstöðu sinnar sem vinnur svo þvert gegn hagsmunum Íslendinga.

Landfari, 6.3.2010 kl. 17:29

11 Smámynd: Björn Bjarnason

Úrsúla og Sigrún - ég ætla ekki að leggja mat á það hvort þetta er skripaleikur eða eitthvað annað. 

Staðreind málsins er hins vegar sú að meira en 50 þúsund manns hvöttu forsetann til að samþykkja ekki þau lög sem verið er að kjósa um.  Samkvæmt stjórnarskránni ber þjóinni þá að kjósa um lögin.  Þess vegna tel ég það vera stjórnarskrárbundna skyldu að kjósa um þau, sama hversu fáráðnlegt sem mér finnst það vera.  Ég get meira að segja viðurkennt að mér finnst ég varla hafa nægjanlega þekkingu á málinu til að geta tekið vel upplýsta afstöðu.

Það er staðreynd, að Íslendingar byrjuðu á nýjum samningum við Breta og Hollendinga, jafnvel þó ekki sé enn búið að hafna lögunum, og þar með samningnum eða hluta hans.  

Lýðræðið er ekki einhver leikur, þar sem kjósendur geta ákveðið hvort þeir taka þátt eða ekki.  Það að kasta frá sér ábyrgðinni sem fylgir kosningaréttinum er að mínu mati vanvirðing við þann rétt sem okkur er veittur.  Við kjósum okkur fulltrúa sem fara með ákvörðunarrétt okkar og sitja þeir á Alþingi og í sveitarstjórnum.  Þegar ágreiningur kemur upp á milli Alþingis og mikils fjölda kjósenda hefur Forsetinn vald til að skjóta honum til þjóðarinnar.  Þess vegna ber okkur að taka afstöðu í slíku ágreiningsmáli.

Björn Bjarnason, 6.3.2010 kl. 17:41

12 Smámynd: Hanna Birna Jóhannsdóttir

Vanvirðing við lýðræðið. Sammála þér.

Hanna Birna Jóhannsdóttir, 6.3.2010 kl. 19:49

13 identicon

Ég er þér alveg sammála Björn.

Ekki er það einungis slæmt að ráðamenn þjóðarinnar ætli ekki að kjósa, en með framkomu sinni eru þeir að hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.

Þetta er vanvirðing við þann stjórnarskrárbundna rétt sem við Íslendingar eigum.

Að mæta ekki, er ekki það sama og segja JÁ eða NEI!

Svo finnst mér ákaflega sorglegt þegar umræðan fer út í þá sálma að þessi kosning sé marklaus.

Hún er ekki marklaus, þar sem ekki er búið að ógilda þessi lög.

Það er með ólíkindum að forsætisráðherra skuli halda þessu fram.

Er þetta örvæntingarfull tilraun forsætisráðherra til að halda í stólinn sinn?

Sól (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 20:54

14 Smámynd: Jón Óskarsson

Ég vona að þjóðin gleymi aldri því að tveir helstu forsvarsmenn ríkisstjórnar landsins lýstu því yfir að þeir ætluðu að hunsa þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég get hér og nú lýst því yfir að ég mun það sem eftir lifir minni ævi hunsa að kjósa Jóhönnu og Steingrím, sama á hvaða vettvangi það kæmi til álita.

Þetta er mesta vanvirðing sem fólk sem byggir sína persónulegu afkomu á stuðningi kjósenda, getur sýnt öllu kosningabæru fólki í landinu.

Það skiptir nákvæmlega engu hvaða skoðun menn höfðu á þjóðaratkvæðagreiðslunni eða því hvort þörf væri á henni eða ekki þegar komið var að henni, að svona gera menn ekki sem eru í forsvari fyrir lýðræðislega kjörna fulltrúa.

Það hvað hver einstaklingur gerir í kjörklefanum í kosningum um hvaða málefni sem er, er hans einkamál og hans sjálfsagði réttur að hafa út af fyrir sig kjósi hann að láta ekki upp hvað hann kaus.

Ég persónulega sendi bæði Jóhönnu og Steingrími tölvupóst sem þau hafa að sjálfsögðu ekki svarað ennþá, en ég vona að fleiri hafi gert slíkt hið sama.   Í tölvupóstinum var ég afar kurteis og benti einfaldlega á hversu ankannanlegt (orðalag Steingríms sjálfs) það væri að þau tvö myndu ekki ætla að kjósa og skoraði á þau að sjá að sér og mæta á kjörstað. 

Jón Óskarsson, 20.3.2010 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband