Verið að búa til vandamál

Indriði - sem er bæði fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og ríkisskattstjóri ætti að muna eftir vandamálinu sem fylgdi því síðast þegar skattafrádráttur var leyfður vegna viðhalds.

Stærsta vandamálið frá sjónarhóli skatteftirlitsins var að greina á milli viðhalds og endurbóta.  Þannig taldis það viðhald ef maður skiptir um eldhúsinnréttingu í húsi sem hann hefur búið lengi, en endurbætur ef hann skipti um eldhúsinnréttingu í húsi sem hann var nýbúinn að kaupa.

Fleiri galla má nefna á þessari hugmynd.  Þarna er verið að veita skattafslátt til þeirra sem hafa nægilega mikið fé aflögu til að geta sinnt viðhaldi eigna sinna.  Þeir sem eru með eignir sínar skuldsettar upp í topp, eiga ekki fé aflögu til að sinna viðhaldi og vonlaust er fyrir þá að fá lánafyrirgreiðslu til að sinna því. Hagsmunasamtök heimilanna segja að 50% heimila sé með greiðslubyrgði sem er þeim ofviða.  Það er því ljóst að þau heimili eru ekki að fara í viðhald.  Skattahækkanir að undanförnu hafa einnig dregið verulega úr getu fólks til að sinna viðhaldi eigna sinna.

Þá dettur fjármálaráðherra snilldarráð í hug sem er alveg dæmigerð aðgerð fyrir þessa ríkisstjórn - hjálpa þeim sem ekki þurfa hjálp - hinir geta verið úti í kuldanum.

 


mbl.is Viðhaldsvinna frádráttarbær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsætisráðherra vanvirðir lýðræði og kosningarétt

Kosningaréttur er ekki bara réttur okkar til að hafa áhrif á niðurstöður mála.  Þegar málum er varpað til þjóðarinnar með þjóðaratkvæðagreiðslu ber okkur skilda til að taka afstöðu.  Það á jafnt um alþingismenn, prófessora og ráðherra.   

Yfirlýsingar forsætisráðherra og fleiri um að þeir ætli ekki að kjósa finnst mér jafngilda því að þeir vilji skjóta sér undan þeirri ábyrgð að vera þegnar í þessu landi og hafa kosningarétt.   Það hefur líka hvarflað að mér - að þessir aðilar séu á móti þessum rétti þegnanna.  En öllum réttindum fylgja skyldur.

Að ráðherrar skuli ætla að leyfa sér að mæta ekki á kjörstað - finnst mér vanvirðing við þjóðina og jafnvel spurning hvort þetta sé ekki vanræksla í starfi.

Einu skilaboðin sem þau send með þessu eru að þau séu á móti þjóðaratkvæðagreiðslum og þar með beinu lýðræði.  Það hefði verið miklu hreinlegra hjá þeim að draga lögin til baka - eins og gert var með fjölmiðlalögin hér um árið.

Við værum ekki enn í viðræðum við Hollendinga og Breta, ef lögin hefðu verið samþykkt og kallað til þjóðaratkvæðagreiðslu.

 


mbl.is Skrítin þjóðaratkvæðagreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gísli Martein og skipulagsmál

Hugmyndir Gísla Marteins um skipulagsmál eru verulega áhugaverðar.  Hann er að benda á að eins og staðan er í dag, sé of stór hluti fólks sem sæki vinnu fyrir vestan Kringlumýrarbraut miðað við að meirihlutinn búi austan hennar.

Það er samt einn galli á hugmyndafræði Gísla.  Hann er borgarfulltrúi í Reykjavík.  Hans hugsun og hagsmunir byggja þess vegna allir á því að öll uppbygging eigi sér stað innan borgarmakranna.  Samt er það staðreynd að af einungis 2/3 þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu búa innan borgarmarkanna, þó svo höfuðborgarsvæðið sé eitt atvinnusvæði.

Hef það eitt við þetta að bæta að til að skipulag höfuðborgarsvæðisins gangi vel upp, þarf það að vera ein skipulagsheild.

Til þess að svo megi verða þurfa annað hvort allar bæjarstjórnir svæðisins að ganga í takt í skipulagsmálum eða færa þarf skipulagið á annað stjórnsýslustig.


Eðlilegt að sama atvinnusvæði sé eitt sveitarfélag

Ég hef furðað mig á því í mörg ár að ekki sé löngu búið að sameina höfuðborgarsvæðið í eitt sveitarfélag.

Þetta hefur leitt til þess að við sitjum uppi með milljarða fjárfestingar í byggingarlandi sem tilbúið er, en verður ekki byggt á næstu árin

Barnafólk er næstum bundið við að búa í því sveitarfélagi þar sem það var, þegar börnin komust í leikskóla.

Íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur hafa ekkert um það að segja að borgarstjórnin vilji alla atvinnuuppbyggingu vestan Kringlumýrarbrautar. En þurfa samt að sækja vinnu þangað.

Skipulagsmál eru í rúst,  nærtækt dæmi að það þarf að keyra fleiri kílómetra til að komast akandi úr Seljahverfi í Salahverfi, þar sem þau eru í sitthvoru sveitarfélaginu þó ekki sé nema um nokkur hundruð metra leið að fara.

Það er af mörgu öðru að taka - en læt þetta nægja í bili


mbl.is Vilja sameina sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

50,2% á laun milli 150.000 og 200.000, 53,1% á næsta þrep

ef um er að ræða hjón sem eiga 3 börn og eru að kaupa fasteign.   Vegna tekjutengingar á barnabótum (7%) og vaxtabótum (6%), má bæta þeim tekjutengingum við skatthlutfallið, þar sem skerðing er ekkert annað en viðbótarskattur.

 Þegar ég var að vinna á skattstofu fyrir 15 árum síðan var staðgreiðsluhlutfallið komið yfir 42%.  Ég þurfti oft á tíðum að reikna álagninguna í höndum fyrir fólk þegar það kom með álagningarseðlana svo reiknaði oft hvaða áhrif skattlagningin hafði á viðbótartekjur fólks.   Þó svo að jaðaráhrifin af bótunum komi ekki í ljós fyrr en á næsta ári eftir að tekna er aflað, þá eru þau engu að síður fyrir hendi.  Þannig mun maður sem er með laun yfir 200.000 kr. í laun, ekki auka ráðstöfunartekjur sínar um nema 44% þegar búið er að draga af honum lífeyrissjóð og skatta að teknu tilliti til lækkunar á bótunum.

Á sama tíma mun maður með 1.250. þús kr í laun halda eftir 49% launanna m.v. sömu forsendur.

 

 

 


mbl.is Skattahækkanir koma verst niður á millistéttinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjaldborg og U beygja

Bágt á ég að trúa því að það séu einhverjar raunverulegar aðgerðir til hjálpar heimilunum í landinu sem séu í smíðum hjá félagsmálaráðherra.  Þessi ríkisstjórn lofaði að skjaldborg yrði slegin um heimilin í landinu. 

Margir hafa spurt hvar er þessi skjaldborg eiginlega, og hvar eru þær aðgerðir sem átti að fara í til að hjálpa heimilunum?  Eftir því sem ég kemst næst, er þessi skjaldborg byggð upp í þremur lögum, í fyrsta lagi lægri launum, í öðru lagi hærri sköttum og í þriðja lagi mikilli verðbólgu sem hækkar skuldir heimilanna og eykur greiðslubyrgði þeirra.  Skjaldborgin er svo öflug að hún er hreinlega að leggja heimilin í rúst fjárhagslega. En hverja hún er að verja er mér hulin ráðgáta

Ég verð að segja að það vekur furðu mína hvernig allir virðast hafa tekið U-beygju á síðasta ári.  Getur það verið að Steingrímur J hafi verið með ábyrgðarlaust gaspur þegar hann var í stjórnarandstöðu.


mbl.is Ráðherra vill afskrifa skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfa allir samskonar aðgerðir? - væri það sanngjarnt?

Dæmisaga um Jón og Gunnu sem keyptu samskonar íbúð á árunum 2004 og 2006.  Bæði tóku þau 100% lán vegna kaupanna. Til að einfalda dæmið skulum við reikna með að þau hafi ekki greitt neinar afborganir og að lánin séu vaxtalaus, en vísitölubundin, þannig að höfuðstóllinn hafi hækkað vegna verðbótanna og að verð íbúðanna hafi hækkað og lækkað til samræmis við vísitölu íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu. 

Jón keypti sér íbúð í maí 2004 á kr. 12,5 m.kr. Gunna keypti sér samskonar íbúð í maí 2006, hún þurfti að borga 19,6 m.kr fyrir hana.  Bæði keyptu þau íbúðirnar á markaðsverði.  Í júní 2009 myndu fást 19,9 m.kr. fyrir þessar íbúðir.  Í dag myndi Jón skulda 18,4 m.kr. í íbúðinni, hefur eignast 1,5 m.kr. án þess að borga neitt niður af upphaflegu láni, en Gunna skuldar 26,1 m.kr. eða 6,2 m.kr. meira en nemur verðmæti íbúðarinnar. 

Ef við veljum þá aðferð að skrifa allar skuldir niður um 20%, þá myndi Jón vera búinn að eignast 5,2 m.kr í íbúð sinni – án þess að hafa borgað nokkuð, en Gunna myndi enn skulda 1 m.kr. umfram íbúðarverðið.    

Sömu sögu er að segja ef valin væri sú aðferð að lækka öll lán um 4 m.kr.  nema hvað Jón myndi græða meira á þeirra aðferð og eiga 5,5 m.kr. og Gunna myndi skulda 2,2 m.kr. umfram það sem hún fengi fyrir íbúðina. Það er því ekki til einföld leið til að koma til móts við skuldsett heimili. 

Aðferðir eins og flöt niðurfærsla lána hvort heldur er í krónutölu eða prósentum kæmi sér betur fyrir þá sem áttu íbúðir áður en verð þeirra fór að hækka óeðlilega  en þá sem lenda í því að kaupa íbúð á of háu verði þannig að  lánin hafa hækkað meira en íbúðirnar frá því að þeir keyptu.  Það er engin ástæða til að eyða fjármunum til að hjálpa þeim sem engu hafa tapað eins og Jóni. 

Ef greiðslur af þessum lánum eru farnar að verða of erfiðar fyrir þau Jón og Gunnu, gæti það hjálpað verulega að lækka vextina af lánunum.  Þannig myndi 1% vaxtalækkun lækka árlega greiðslu vaxta hjá Jóni um 184.000 á ári eða 15.000 kr. á mánuði, og hjá Gunnu um 260.þús kr. á ári eða tæplega 21 þús kr. á mán. Vaxtalækkun er leið þar sem greiðslubirgði er lækkuð og gæti leyst vanda Jóns og Gunnu án þess að vera að gefa þeim neitt.  

Gunna verður bara að vona að íbúðin hækki aftur í verði svo hún eignist eitthvað i henni.  Það hvort Gunna á eitthvað í íbúðinni eða ekki verður ekki vandamál nema hún ætli að selja íbúðina. Þá má hjálpa Gunnu því að færa lánið hennar niður. 


mbl.is Ræða stöðu heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr 33% í 36% skatt fyrir 1 millj kr. í laun á mánuði

Mitt fyrsta verk þegar ég sé tölur settar fram með þessu móti, er að reyna að átta mig á hvað er raunveruleg niðurstaða.Mín niðurstaða er þessi

 

Laun% gr í skatt núna% gr í skatt  með hátekjuskattihækkun
600.00030,2%30,7%0,5%
700.00031,2%32,0%0,9%
800.00031,9%33,7%1,8%
900.00032,5%35,0%2,4%
1.000.00033,0%36,0%3,0%

Svona til fróðleiks má geta þess að hátekjuskattur var síðast álagður á tekjur ársins 2005, þá 2% á tekjur umfram 350.000 á mánuði og var 4% á tekjur umfram sömu fjárhæð á árinu 2004.  Þá hafði Sjálfstæðisflokkur verið við völd í 10 ár.  Hér fyrir neðan er sambærileg tafla fyrir tekjur ársins 2004

 

Laun% gr í skatt 2004% gr 2004 ískatt  með hátekjuskattihækkun
450.00032,5%33,4%0,9%
550.00033,6%35,0%1,5%
650.00034,3%36,2%1,8%
750.00034,9%37,0%2,1%
850.00035,3%37,7%2,4%

Af þessu má sjá að til að ná að greiða sama hlutfall í skatta og gert var 2004 mega skattar að hækka verulega.   Ég  er ekki að mæla hátekjuskatti bót, en bendi á að sjálfstæðismenn vilja ekki síður en aðrir flokkar leggja á slíkan skatt.  Þeir hafa staðið að slíkri skattlagningu og munu gera það aftur.  Pétur Blöndal sagði til dæmis að í umræðu um hækkun á vaxtabótum að þeir tekjuhærri væru aflögufærari en aðrir, þar vildi hann hækka tekjutenginguna.  Tekjutenging á bótum er bara annað form á skattahækkun, sem er þó þeim eiginleika háð að sú skattahækkun gengur til baka þegar menn hætta að fá bæturnar. 

 


mbl.is Tengist ekki endurreisnarhópi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sandkassaleikur - eða hvað?

Nú þegar líður að þinglokum og kosningum, hafa sjálfstæðismenn í tvo daga verið allir á mælendaskrá vegna frumvarps um stjórnarskrárbreytingar. 

Ég er sammála þeim að það eru mörg mál sem brýnna er að afgreiða en það hvort auðlindir séu taldar þjóðareign, eins og stjórnin er að lauma inn í breytingar á stjórnarskrá og hnýta saman við tillögur um stjórnlagaþing.   Ég er líka sammála því að það er óskiljanlegt að væntanlegu stjórnlagaþingi skuli ekki vera treyst til að taka ákvörðun um hvort þetta ákvæði eigi heima í stjórnarskrá eða ekki.  Ég get meira að segja verið sammála nafna mínum um að með setningu slíks stjórnlagaþings sé verið að vega enn meir að valdi Alþingis.

Hins vegar tel ég að það breyti engu um afgreiðslu málsins hvort þeir tala um það í einn eða átta daga, afgreiðslan verður sú sama, á meðan sömu menn sitja á þingi.  Þess vegna finnst mér það ámælisvert að tefja afgreiðslu annarra mun brýnni mála með málþófi.  Það má segja að næstu 5 mál á dagskrá þingfundar séu öll mikilvægari en þessar stjórnarskrárbreytingar, þ.e.  breytingar á lögum um tekjuskatt (vaxtabætur), Endurskipulagning þjóðhagslega mikilvægra fyrirtækja, lagafrumvarp um slit fjármálafyrirtækja, frumvarp vegna breytinga á ýmsum lögum um fjármagnsmarkað og heimild til samninga um álver í Helguvík.

Satt best að segja veit ég ekki hvor er verri, ríkisstjórnin sem setur þessar breytingar á stjórnarskrá á dagskrá, án nægilegrar umræðu og samkomulags við alla flokka, eða Sjálfstæðismenn sem eru að tefja störf þingsins.

 


mbl.is Enn fjölmargir á mælendaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillaga um 1,5% afturvirka skattahækkun liggur til afgreiðslu hjá Alþingi

Efnahags- og viðskiptanefnd er búin að skila áliti vegna frumvarps um hækkun vaxtabóta.  Tillögur þeirra fela í sér að hækka hámarks vaxtabætur meira en frumvarpið felur í sér, en sá böggull fylgir skammrifi að vaxtabætur munu lækka hjá flestum þeim sem fá vaxtabætur af því skerðing þeirra verður aukin um 1,5%.  Útreikninga má sjá í síðustu færslu mína hér á blogginu. 

Það verður að teljast í hæsta máta ósiðlegt, og jafnvel ólöglegt að leggja á íþyngjandi skattabirgði.  Það verður að koma í veg fyrir að hróflað verði við hlutfalli tekjuskerðingar á vaxtabótum.  Ef það verður gert mun fjöldi manns sem samkvæmt bráðabirgðaútreikningi á sköttum fengi all verulegar fjárhæðir í vaxtabætur ekki fá neinar.   Ef þú ert ekki með fullar vaxtabætur getur þú einfaldlega reiknað með að vaxtabæturnar lækki um 1,5% af af tekjum síðasta árs.  Þannig munu vaxtabætur lækka um 15.000 kr. fyrir hverja milljón í árslaun.   Maður með meðallaun 350.000 kr á mánuði fengi því skerðingu á vaxtabótum upp á 63.000 kr.  Þetta er ekki hálaunamaður sem ætti að skerða vaxtabætur hjá.  Greinargerð nefndarinnar rökstyður þessa auknu skerðingu með því að það séu eingöngu hálaunamenn sem verði fyrir skerðingu.

Vonandi kemst þessi breytingartillaga nefndarinnar um hækkun skerðingar vegna tekna ekki í gegnum þingið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband